Sjálfbærni og vísindi

Á skólaárinu 2014 – 2015 unnu leikskólar í Kópavogi að sameiginlegu þróunarverkefni undir yfirskriftinni Sjálfbærni og vísindi.  Verkefnið var samvinnuverkefni 19 leikskóla.

Markmið verkefnis:

Auka áhuga og skilning leikskólabarna á sjálfbærni, í hverju hún felst og hvernig þau geta átt þátt í eða haft áhrif á að bæta það umhverfi sem þau búa í.

Efla efla forvitni og áhuga á töfraheimi vísindanna og því sem leynist í eiginleikum ýmissa efna og hluta.

Auka hæfni og þekkingu starfsmanna á viðfangsefninu og styrkja þá í starfi sínu með börnunum.

Hver leikskóli fyrir sig ákvað viðfangsefni sitt og var verkefnastjóri í hverjum leikskóla sem hélt utan um verkefnið en Gerður aðstoðarleikskólastjóri gegndi þessu hlutverki í Sólhvörfum.

Misjafnt var hvað leikskólarnir tóku fyrir en meðal þess sem var unnið með var nærumhverfið, útikennsla, moltugerð, stjörnur og himintungl, Fossvogsdalurinn, Elliðavatn og náttúra þess, Borgarholtið, vísindi í allri sinni fjölbreytni og fjaran.

Þróunarverkefni Sólhvarfa  

Læsi er meira en stafa staut

Leikskólar í Kópavogi unnu í vetur að verkefnum tengdum máli og læsi í tengslum við verkefnið "Læsi er meira en stafa staut".  Verkefnið gekk mjög vel og höfuð börn, foreldrar og starfsfólk leikskólanna gagn og gaman af en afraksturinn var sýndur á opnum húsum leikskólanna í vor.

Verkefnið á upphaf að rekja  til þess þegar Kópavogsbær skrifaði undir þjóðarsáttmála (2015) um umbætur í menntun, með áherslu á læsi. Í kjölfarið fór fram vinna við gerð læsisstefu fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi sem leit dagsins ljós um mitt ár 2016.  

Þó leikskólinn hafi lengi sinnt mál- og læsisörvun  vel  var ákveðið að skerpa ennfrekar á þeirri vinnu og gera hana sýnilegri. Nýlegar rannsóknir sýna að ef börn fá snemma fjölbreytta örvun tengda máli, tjáningu og læsi hefur það mikil áhrif á áhuga og getu þeirra í námi og þroska.  Ábending kom frá leikskólasamfélaginu um að allir leikskólar myndu taka sig saman og vinna að verkefnum tengdum máli og læsi skólaárið 2016-2017. Þróunarsjóður leikskóla styrkti verkefnið.

Markmið og tilgangur verkefnisins

Leggja öflugan grunn að þróun bernskulæsis hjá börnum
Efla fjölbreytta vinnu með alla þætti máls, tjáningar og læsis í leik og skapandi starfi barna
Auka hæfni og þekkingu starfsmanna á viðfangsefninu og styrkja þá í starfi sínu

Þróunarverkefni Sólhvarfa - Læsi