Þróunarverkefni 

Leikskólinn Sólhvörf var einn af fjórum leikskólum í Kópavogi sem fengu tækifæri til að taka þátt í fyrsta hluta þróunarverkefnisins um Snemmtæka íhlutun í málörvun árið 2017. Farið var í mikla vinnu við að flokka allt málörvunarefnið og verkferla sem snúa að málþroska. Ferlið hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt og er útkoman handbók um málörvun. Nú hefur verkefnið litið dagsins ljós og erum við mjög ánægð með útkomuna.

Snemmtæk íhlutun í málörvun