Megináherslur í foreldrasamstarfi 

  • Að stuðla að góðu samstarfi um barnið og það sem að því snýr
  • Að stuðla að góðum tengslum milli heimilis og skóla
  • Að efla upplýsingagjöf til  foreldra um starfsemi skólans hverju sinni

Í leikskólanum Sólhvörfum er lögð áhersla á jákvæð samskipti, góða samvinnu og gagnkvæma virðingu í foreldrasamstarfi. Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og menntun barna sinna og leggjum við því áherslu á góða samvinnu kennara og foreldra. Mikilvægt er að þessir aðilar geti treyst hvorum öðrum, deilt sjónarmiðum sínum og tekið sameiginlegar ákvarðanir sem varða börnin. 

Dagleg samskipti og upplýsingastreymi eru mikilvægir þættir þegar kemur að samstarfi foreldra og leikskóla. Haldin eru árleg foreldraviðtöl, vikuleg fréttabréf eru send foreldrum í Völu og á heimasíðu skólans má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar. Á hverju ári eru svo uppákomur í  leikskólanum þar sem foreldrar taka virkan þátt, s.s. dömu- og bóndakaffi, jólaverkstæði og opið hús. Í Sólhvörfum er foreldrafélag og foreldraráð sem styðja vel við starf skólans.