Það er réttur barns að vera heima þegar það er veikt, t.d. með hita eða almenna vanlíðan. Veikt barn getur smitað önnur börn sem kallar á fjarvistir bæði barna og foreldra. Einnig eru líkur á að starfsfólk geti smitast.

Leikskólinn er ætlaður fullfrískum börnum sem geta tekið þátt í öllu starfi leikskólans, jafnt inni sem úti.  Útivera er hluti af starfsemi leikskólans og börnum mjög mikilvæg til að hreinsa lungu, styrkja og efla líkamann. Þess vegna er stefnt að því að hvert barn fari í útiveru að minnsta kosti einu sinni á dag. Hafa ber í huga að það er ekki hægt að fyrirbyggja veikindi með inniveru, það stangast á við stefnu leikskólans um útiveru barna.

 

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna

Upplýsingar um njálg

Upplýsingar um lús