Sími 441 7700 

Fréttir og tilkynningar

Vináttuganga - 9.11.2018

Í tilefni baráttudags gegn einelti tóku börn úr elsta árgangi Sólhvarfa þátt í vináttugöngu sem var farin í sjötta skipti í ár. Börn úr leikskólanum Aðalþingi tóku einnig þátt í göngunni ásamt krökkum úr Vatnsendaskóla. Markmið vináttugöngunnar er að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar og benda á að einelti sé ofbeldi sem sé ekki liðið. Eftir að hafa gengið lítinn spöl um hverfið sameinaðist hópurinn í Sólhvörfum þar sem sungin voru nokkur lög og jafnvel tekin nokkur dansspor.Bangsa- og náttfatadagur - 26.10.2018Bleikur dagur - 12.10.2018

Við tókum bleika daginn með trompi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum úr söngstund.  


Listsköpun - 5.10.2018

Hér eru nokkur skemmtileg listaverk sem börnin unnu með Ingibjörgu í Listasmiðjunni

Mósaík myndir

Einbeiting og þolinmæði er eitthvað sem við þurfum mörg að æfa okkur í. Fimm ára börnin með litríkt og flott mósaík.

Endurnýting
Við erum ekki alveg tilbúin til að kveðja símaskrána. Sjálfsmyndir 3-4 ára barna.
Þrívíddarmálning
Ótrúlega skemmtilegur efniviður

Fimleikaæfing hjá Gerplu - 7.9.2018

Börnin í elsta árgangi Sólhvarfa fóru á fimleikaæfingu hjá Gerplu á dögunum. Leikskólinn mun í vetur eiga samstarf við Gerplu þar sem þessum aldurshópi stendur til boða að fara á æfingu á leikskólatíma í vetur. Tímarnir sem um ræðir eru grunnhópar 1x í viku fyrir drengi og stúlkur sem jafnan eru kenndir á laugardagsmorgnum hjá félaginu.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Starfsdagur 19.11.2018

Þennan dag er leikskólinn lokaður

 

Jólaverkstæði 29.11.2018

 

Jólaball 6.12.2018

Jólaball í salnum í Sólhvörfum þar sem við dönsum í kringum tréð og fáum leynigest í heimsókn

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica