Hugmyndafræði Sólhvarfa

Í sólhvörfum er starfað eftir hugsmíðahyggju sem byggir á kenningu Jean Piaget um nám og þroska barna. Lögð er áhersla á virkni barnsins í eigin þekkingarleit og mikilvægi þess að kennarar nýti áhugahvöt barnsins hverju sinni. Kennsluaðferðir hugsmíðahyggunnar byggja á því að barnið fáist við raunveruleg verkefni, fái tíma til að rannsaka umhverfið, nýta frumkvæði og prófa eigin hugmyndir. Í Hugsmíðahyggjunni er lögð rík áhersla á að í leikskólanum sé ávallt notalegt andrúmsloft þannig að barninu líði vel. Einnig er unnið að því að  efla sjáfræði barnsins með það að markmiði að börnin verði  sjálfstæð og virk í eigin þekkingarleit og noti sjálfræði sitt til að framfylgja eðlislægri forvitni sinni og hafi sjálftraust til þess að leysa vandamál og segja hug sinn.