Á eyðublaði fyrir persónulegar upplýsingar um barn og forráðamenn kemur eftirfarandi fram:

  • Báðir foreldrar hafa leyfi til að sækja barnið í leikskólann. Sé um annað fyrirkomulag að ræða, þarf að skila löggildum pappírum eða samkomulagi undirrituðum af báðum foreldrum.
  • Jafnframt eru foreldrar beðnir að skrá aðra þá sem þeir gefa leyfi til að sækja barnið: nafn, sími og hver tengsl eru við barnið. T.d. Jón Jónsson s: 8888 afi.
  • Ef aðrir en ofangreindir aðilar sækja barnið eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að láta leikskólann vita. 
  • Foreldrar forráðamenn bera ábyrgð á barni eftir að því hefur verið skilað í hendur þess sem sækir það.
  • Það eru eindregin tilmæli að sá sem sækir barn í leikskóla sé sjálfur orðinn 12 ára.
  • Foreldri með forsjá ræður hverjir mega sækja barnið og geta t.d. óskað eftir að hitt foreldrið fái barnið ekki í hendur.
  • Ef forsjá er sameiginleg getur annað foreldri ekki óskað eftir að hitt foreldri fái barnið ekki í hendur.
  • Ef aðilar eru með umgengnissamning þá verður viðkomandi að fjarlæga barnið af leikskóla áður en viðkomandi á að sækja barnið því ekki hægt að leggja það á starfsfólk og önnur börn að standa í deilum við umgengnisforeldri.

Upplýsingar eru fengnar frá sýslumanni