Nauðsynlegur útbúnaður fyrir leikskólabarn

  • Útifatnaður þarf að vera í takt við veður og árstíðir
  • Öll börn þurfa aukaföt sem eru geymd í plastkassa fyrir ofan hólf þeirra í fataklefanum
  • Fylgjast þarf vel með útifötum því stundum þarf að þrífa þau oftar eða taka þau heim og þerra, þetta fer eftir veðri hverju sinni
Útiföt sem börnin þurfa yfir vetrartímann
Regngalli
Stígvél
Kuldagalli
Kuldaskór
Flíspeysa/ullarpeysa
Vettlingar (gott að hafa pollavettlinga líka)
Húfa

 

Útiföt sem börnin þurfa yfir sumartímann 
Regngalli
Stígvél
Flíspeysa/ullarpeysa
Buff
Vettlingar
Húfa
Léttur jakki
Vindbuxur
Strigaskór

 

Aukaföt í kassa
Nærföt
Sokkar/sokkabuxur
Buxur
Peysa/bolur

 

Yngsta deildin
Bleiur
Blautþurrkur
Merkt snuð
Koddi og sæng/teppi
Öryggishlutur (bangsi eða eitthvað slíkt sé barnið vant því)

 

Forsjáraðilar eru beðnir um að merkja allan fatnað vel