Lubbi er íslenskur fjárhundur sem langar að tala en hann þarf fyrst að læra öll íslensku málhljóðin. Börnin hjálpa honum að syngja lög um málhljóðin og þannig lærir Lubbi að tala.

Við lærum nýtt málhljóð í hverri viku!

Lögin sem sungin eru á haustönn

A a

(Í skóginum stóð kofi einn)
A, a, a, hvað amma er góð,
afi er líka gæðablóð.
Afi segir a, a, a,
amma svarar: Ha? 

Amma segir. Alli minn,
Alli, þú ert besta skinn.
Alli segir a,a, a,
amma svarar: Tja.

 

M m

(Þumalfingur, þumalfingur)
Músin mjúka
má hún fá
í magann sinn
meiri ost, meiri ost?
M, m, m, m, m, m.

Músin maular
mjúkan ostinn.
Má ég fá
mjúkan ost, músarost
m, m, m, m, m, m.

 

B b

(Inn og út um gluggann)
Blása sápukúlur,
blása sápubólur.
Blása, mása og blása
b, b, b, b, b.

Sjá þær úti svífa
sjá þær hærra klífa.
Blása, mása og blása
b, b, b, b, b.

 

N n

(Ríðum heim til hóla)
Nudda á sér nefið
 n, n, n, n, mig kitlar svo.
N, n, n, nebbanudd,
núna lagar kvefið.

Nefið er með nasir,
nös og nös, þær eru tvær.
Spegilinn ég næ í nú,
nefið við mér blasir.

 

D d

(Krummi svaf í klettagjá)
Úti drjúpa droparnir,
detta og sletta soparnir,
heyrist í þeim d, d, d,
þeir detta, sletta og skvetta.

Kiddi og Edda dansa dátt,
d, d, d, þau kalla hátt
þegar þau heyra þetta,
já, heyra dropa detta.

 

Í í * Ý ý

(Fljúga hvítu fiðrildin)
Íris kallar í, í, í,
í hvað þetta er gaman.
Ívar botnar ekkert í,
í öllu þessu saman.

 

Ú ú

(Yfir kaldan eyðisand)
Úlla hrópar ú, ú, ú,
ú er skráð á spjöldin.
Uglan segir ú-hú-hú
úti seint á kvöldin

 

V v

(Inn og út um gluggann)
Viltu hlusta á vindinn,
varla er hann neitt fyndinn.
Vindurinn að vestan
v, v, v, v, v.

Úti er vonskuveður,
veðrið engan gleður.
Úti væla vofur:
vú, vú, vú, vú, vá.

 

J j

(Í skóginum stóð kofi einn)
Jeppinn fór á jökulinn,
Jórunn hún var bílstjórinn,
j, j, spólar jeppinn þar,
í jökli fastur var.

Jeppinn uppi á jökli sat,
j, j, spólar á sig gat.
Jórunn onaf jökli gekk,
jeppann vantar dekk.

 

Lögin sem sungin eru á vorönn

H h

(Göngum, göngum)
Hott, hott á hesti,
hesturinn minn besti,
hlauptu og stökktu h, h, h.

Blesi og Skjóna
reka upp hrossahlátur:
Ho, ho, hah, h, h, h.

 

E e

(Klappa saman lófunum)
Edda hugsar e, e, e,
e, e, e, ég held ég sé
ekki best í þessu,
ég er með flest í klessu.

 

U u

(Fljúga hvítu fiðrildin)
Ef þú ferð að ulla á mig,
u, u, ljóti Tóti.
U, u, u ég ulla á þig,
ég ulla bara á móti.

 

L l

(Ríðum heim til Hóla)
Lubbi er að lita,
loftið blátt og gula sól,
lögguhúfu, lamb og stól,
l, l, l, l lita.

Litar hann og litar
litar grænt og rautt og blátt,
litar dökkt og ljóst og grátt,
l, l, l, l litar.


G g

(Þumalfingur, þumalfingur)
Hænan segir gagga gagg,
í gogginn fær
grjónagraut, grjónagraut
g, g, g, g, g, g, g.
Haninn segir gaggalagó
og galar hátt:
gefðu mér, gefðu mér
g, g, g, g, g, g, g.

 

F f

(Kisa mín, kisa mín)
Fiðrildi, fiðrildi
flögrar úti í haga,
f, f, f – f, f, f,
flýgur alla daga.

Fiðrildi, fiðrildi
fýkur úti í vindi,
f, f, f – f, f, f,
flýgur heim í skyndi.


S s

(Fljúga hvítu fiðrildin)
Sunna litla uss, uss, uss,
ekki þessi læti.
S, s, s, s, sussu suss,
sýndu minni kæti.

Ef þú getur ekki hætt
allir sveia og fussa.
Reyndu nú að sofna sætt,
s, s, ussu sussa.

 

I i * Y y

(Yfir kaldan eyðisand)
Illa hnýtir Indriði
á sig fína bindið.
Imba flissar i hi hi,
i hi, þetta er fyndið.

 

O o

(Yfir kaldan eyðisand)
Oddur segir oho ho,
o, ég þarf að fara.
Olga svarar: So, so, so,
so, so, farðu bara.

 

P p

(Hjólin á strætó)
Sjáið poppið poppa
p, p, p,
hoppi-popp
skoppi-popp
poppa, hoppa og skoppa
p, p, p,
pompa niðrá gólf. 

Popp úr poka og potti
p, p, p,
poka-popp
potta-popp
popp úr poka og potti
p, p, p,
poppar upp í loft.

 

T t

(Göngum, göngum)
Tomm-tomm tommu,
Tumi slær á trommu,
t, t, t, t
tromm, tromm,
tromm.

Trumm, trumm, trumbu,
berjum fast á bumbu,
t, t, t, t
tromm, tromm,
tromm.

 

K k

(Kisa mín, kisa mín)
Kónguló, kónguló,
kann svo vel að spinna,
kraftaþráð, k, k, k,
klár er hún að tvinna.

Kónguló, kónguló,
kenndu mér að vefa.
Komdu nú, k, k, k,
komdu og hættu að þrefa.


Ö ö

(Fljúga hvítu fiðrildin)
Ögn er bæði súr og svekkt,
sömuleiðis Össi.
Ö, hvað það er ömurlegt,
ö, ö, segir Bjössi.

 

Á á

(Fljúga hvítu fiðrildin)
Á, á, hrópar Ási Sig,
á, á, þvílíkt bjástur.
Á, á, á, ég meiddi mig,
má ég þá fá plástur?

 


Þ þ

(Stóra brúin fer upp og niður)
Uppi í lofti þotan þýtur,
þotan þýtur,
þotan þýtur.
Uppi í lofti þotan þýtur
þ, þ, þ, þ, þýtur.

Þórður upp í loftið lítur,
loftið lítur,
loftið lítur.
Sér þar hvernig þotan þýtur
þ, þ, þ, þ, þýtur.

 

R r

(Hann Tumi fer á fætur)
Börnin renna sér og róla
og reyna að flýta sér
og þau rugga, rúlla og góla
í rigningunni hér. 

Já, þau róla sér og renna,
renna á skautum hér.
Já, þau róla sér og renna
r-r-r-r-r-r-r.

 

Ð ð

(Lóan er komin)
Vitið þið það hvernig lúðunni líður?
Lúðunni góðu sem þið hafið séð.
Meðan hún niðri á botninum bíður,
böðuð í vaðandi ð-ð-ð-ð-ð.

Lúðan í stuðið er boðin og búin,
biður um eitthvað að dúða sig með.
Niður á púðann svo liðast hún lúin,
loðmælt og suðandi ð-ð-ð-ð-ð.

 

Æ æ

(Fljúga hvítu fiðrildin)
Þegar Ævar æjar sér
enginn fær að hlæja.
Æ, æ, segir Ævar hér,
æ, æ, æ - æ jæja.

 

Ó ó

(Fljúga hvítu fiðrildin)
Ótal sinnum ó, ó, ó,
Óli var að góla.
Heyrir enginn ó, ó, ó,
ó, ó, ó frá Óla?