Öskudagur
Það var mikil gleði og spenna hjá börnunum að fá loksins að klæðast búningunum sem þau hafa verið að vinna að undanfarnar vikur. Stoltið skein úr hverju andliti og allir skemmtu sér konunglega vel. Búningarnir voru fjölbreyttir að vanda og þó það hafi verið nokkrir Spiderman eða Hvolpasveit þá var enginn eins. Ballinu var tvískipt, Dverg-Ás-Goð og Jötunheimar voru saman. Glað-Þrym og Álfheimar voru saman. Börnin slógu köttinn úr tunnunni, gæddu sér á snakki og dönsuðu við skemmtilega tónlist. Í hádeginu var boðið upp á pizzu og safa og kanilsnúða í nónhressingu.