Jól í skókassa

,,Jól í skókassa" er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Börnin á Álfheimum tóku þátt í verkefninu með aðstoð foreldra og söfnuðu í sex fallega skreytta skókassa sem sendir verða til Úkraínu.


Fréttamynd - Jól í skókassa Fréttamynd - Jól í skókassa Fréttamynd - Jól í skókassa Fréttamynd - Jól í skókassa Fréttamynd - Jól í skókassa Fréttamynd - Jól í skókassa Fréttamynd - Jól í skókassa Fréttamynd - Jól í skókassa

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn