Verkefnavinna

Í ársbyrjun 2020 hóf Sólhvörf vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en lokamarkmiðið er að leikskólinn verði Réttindaskóli UNICEF. Meðal þess sem Réttindaskólar UNICEF leggja áherslu á er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi.

Á Álfheimum voru börnin að vinna sitt fyrsta verkefni tengt Barnasáttmálanum. Rætt var um sáttmálann og hvað hann felur í sér. Síðan ræddu börnin um það hvað lætur þeim líða vel, hvað dýr þurfa til að lifa og hvað plöntur þurfa til að lifa. Á myndunum má sjá börnin vinna við hugarkort þar sem hugmyndir þeirra og hugsanir koma fram.

Eftir að hafa rætt um það hvað börn þurfa veltu börnin því fyrir sér hvort öll börn hafi það jafn gott og þau. Í kjölfarið var ákveðið að taka þátt í Jól í skókassa og búa til jólapakka handa öðrum börnum.
Fréttamynd - Verkefnavinna Fréttamynd - Verkefnavinna Fréttamynd - Verkefnavinna Fréttamynd - Verkefnavinna Fréttamynd - Verkefnavinna Fréttamynd - Verkefnavinna Fréttamynd - Verkefnavinna Fréttamynd - Verkefnavinna

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn