Sólhvarfaleikarnir

Sólhvarfaleikarnir hafa staðið yfir frá 11. júní og er mikill spenningur og keppnisandi í barnahópnum. Leikarnir voru fyrst haldnir í fyrra og tókst svo vel til að ákveðið var að gera þetta að árlegum viðburði. Börnunum er skipt í 8 lið sem hvert heitir í höfuðið á tilteknu landi. Keppnin stendur yfir í tvær vikur og daglega er keppt í mismunandi greinum, s.s. frisbí golfi, stórfiskaleik, reiptogi og langstökki. Í lok leikanna verða svo veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin auk þess sem allir keppendur fá viðurkenningaskjal. 

Fréttamynd - Sólhvarfaleikarnir Fréttamynd - Sólhvarfaleikarnir Fréttamynd - Sólhvarfaleikarnir Fréttamynd - Sólhvarfaleikarnir Fréttamynd - Sólhvarfaleikarnir Fréttamynd - Sólhvarfaleikarnir Fréttamynd - Sólhvarfaleikarnir Fréttamynd - Sólhvarfaleikarnir

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn