Útskrift elstu barnanna

Það var glæsilegur hópur nemenda sem var formlega kvaddur við útskrift í vikunni. Börnin byrjuðu á því að gróðursetja tré og áttu svo góðan dag í Guðmundarlundi þar sem þau fengu m.a. að fara í hoppukastala og gæða sér á pizzum. Þau tóku svo við útskriftaskírteini við hátíðlega útskrift að viðstöddum foreldrum. 
Fréttamynd - Útskrift elstu barnanna

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn