Sólhvörf innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Sólhvörf hóf spennandi þróunarvinnu í ársbyrjun 2020 við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ásamt fjórum öðrum leikskólum í Kópavogi. Að verkefninu loknu verður leikskólinn Réttindaskóli UNICEF. 

Réttindaleikskólar UNICEF leggja áherslu á að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi.

Fréttamynd - Sólhvörf innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn