Sími 441 7700 

Fréttir og tilkynningar

Áríðandi tilkynning varðandi starfsdag - 15.11.2017

Kæru aðstandendur athugið að starfsdagur sem var fyrirhugaður mánudaginn 20. nóvember fellur niður. 

Leikskólinn verður því opinn þennan dag. 

Vikan - 10.11.2017

Það var nóg að gera hjá okkur í leikskólanum í þessari viku. Börn í elsta árgangnum fóru í Leikhúskjallarann þar sem þau sáu ,,Bernd og brúðurnar hans“ (myndir). Börn af eldri gangi gengu gegn einelti ásamt nemendum úr Vatnsendaskóla. Hópurinn byrjaði á því að ganga hring í hverfinu og endaði svo í Sólhvörfum þar sem krakkarnir slógu hring utan um skólann og föðmuðu hann. Vikan endaði svo með smá ,,eighties“ stemningu hjá starfsfólki. Myndirnar tala sínu máli. 


Nýr matseðill - 20.10.2017

Kópavogsbær  hefur gengið til samninga við Skóla ehf. um kaup á næringarstefnu þeirra ásamt matseðlum og uppskriftabanka. Matseðillinn hefur verið tekinn í gagnið í leikskólanum en  hann er unninn af næringarfræðingi og lýðheilsufræðingi í takt við opinberar ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Allur matur er unninn frá grunni  og lögð er áhersla á gott, fjölbreytt og heilnæmt fæði án aukefna. 

Vinna við að koma matseðlinum inn á heimasíðuna stendur yfir en fyrir áhugasama er matseðillinn hér fyrir neðan á pdf formi ásamt næringarstefnu.

Matseðill

Næringarstefna

Fulltrúar leikskólans á Lubbaráðstefnu - 6.10.2017

Ráðstefna á vegum Lubbasmiðjunnar var haldin í síðastliðinni viku. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,Lubbi í leikskólastarfi og tenging við grunnskóla: Skapandi og árangursrík vinna með mál, tal og læsi". Fjallað var um skapandi og árangursríka vinnu með mál, tal og læsi í leik- og grunnskólum. 

Í Sólhvörfum höfum við verið að vinna mikið með Lubba eftir ýmsum leiðum á öllum deildum. Okkar fulltrúar á ráðstefnunni, Gerður aðstoðarleikskólastjóri og Inga Birna þroskaþjálfi, kynntu þessa vinnu á ráðstefnunni með fyrirlestrinum ,,Á víð og dreif með Lubba í Sólhvörfum". 
Hér eru nokkrar myndir af þeim stöllum:

Slökkviliðið í heimsókn - 6.10.2017

Elstu börnin lærðu ýmislegt um eldvarnir þegar slökkviliðið kom og heimsótti þau í vikunni. Auk þess að fá fræðslu um eldvarnir fengu börnin að fara inn í sjúkrabíl sem var ekki síður spennandi. 


Fréttasafn


Atburðir framundan

Skipulagsdagur  3.1.2018

Leikskólinn lokaður

 

Skipulagsdagur 13.3.2018

Leikskólinn lokaður

 

Skipulagsdagur  4.5.2018

Leikskólinn lokaður

 

Fleiri atburðir