Sími 441 7700 

Fréttir og tilkynningar

Vikan í myndum - 19.1.2018

Það er alltaf gaman í leikskólanum þegar það er snjór úti. Við búum svo vel að hafa fína brekku í bakgarðinum sem var nýtt til fulls í vikunni þegar börnin fóru í mörgæsabrun. Við fengum svo fullt af flottum feðrum og öfum í morgunkaffi í tilefni af bóndadegi. 

 Bóndadagskaffi - 12.1.2018

Kæru foreldrar!Föstudaginn 19. janúar er bóndadagur. Af því tilefni ætla börnin að bjóða feðrum sínum og/eða öfum að koma með sér í leikskólann um morguninn og borða með þeim morgunmat. 
Boðskort mun berast með börnunum heim á næstu dögum. 

Kveðja, 
starfsfólk Sólhvarfa 

Varðandi matseld í leikskólanum - 5.1.2018


Næstu vikurnar mun Matartíminn sjá um matreiðsluna hjá okkur. Lögð er áhersla á hollan og góðan heimilismat úr íslensku hráefni. Mikið er lagt upp úr gæðum þess hráefnis sem er notað í matargerðina. Nálgast má matseðla hverrar viku á heimasíðunni ásamt upplýsingum um næringargildi matarins. 

Jólakveðja - 22.12.2017

Meira gaman og fleiri myndir - 15.12.2017

Á dagskránni hjá okkur í þessari viku var ferð í Lindakirkju þar sem börnin í tveimur elstu árgöngunum settu upp helgileik og sungu fyrir foreldra. Í lok vikunnar gæddum við okkur svo á jólamat við uppdekkuð borð. Myndasafn


Fréttasafn


Atburðir framundan

Skipulagsdagur 13.3.2018

Leikskólinn lokaður

 

Skipulagsdagur  4.5.2018

Leikskólinn lokaður

 

Fleiri atburðir