Sími 441 7700 

Fréttir og tilkynningar

Myndir frá opnu húsi - 11.5.2018

Í liðinni viku var opið hús hjá okkur í Sólhvörfum. Verk barnanna voru til sýnis auk þess sem fólk gat kynnt sér fjölbreytt starf leikskólans. 

Námsferð til Brighton - 4.5.2018

Kennarar í Sólhvörfum fóru á dögunum í ákaflega vel heppnaða námsferð til Brighton. Í Lucy‘s little forest school, þar sem lögð er áhersla á útikennslu, lærðum við að búa til skýli úr trjágreinum, kveikja eld með frumstæðum áhöldum og laga te úr jurtum sem vaxa í skóginum. Við heimsóttum 4-6 ára nemendur í Westdene Primary School og fræddumst m.a. um starf skólans og námskrá Breta. Á núvitundarnámskeiði var m.a. fjallað um hvernig við getum nýtt slíkar æfingar í starfi með börnunum. Fyrir utan þessa frábæru dagskrá höfðum við það gott í góða veðrinu, versluðum smá og borðuðum góðan mat. Myndirnar tala sínu máli. Pétur og úlfurinn  - 13.4.2018

Sýningin Pétur og úlfurinn hefur verið sýnd í Þjóðleikhúsinu í nokkurn tíma ásamt því að ferðast um Ísland og víða um heim. Rússneska tónskáldið Sergei Prokofiev samdi verkið í þeim tilgangi að kynna ungum áhorfendum klassíska tónlist og hin ýmsu hljóðfæri. Bernd Ogrodnik heimsótti okkur í Sólhvörf og sýndi okkur þetta skemmtilega verk með  handunnum trébrúðum sínum.
Blár dagur  - 6.4.2018

Blár dagur einhverfu  - 5.4.2018

Vitundar- og styrktarátakið Blár apríl nær hámarki föstudaginn 6. apríl en þá er BLÁR DAGUR. Þá eru allir hvattir til að klæðast bláu, fræðast um einhverfu og sýna einhverfum stuðning og samstöðu. 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Sumarfrí  11.7.2018 - 8.8.2018 13:00

Leikskólinn lokar miðvikudaginn 11. júlí kl. 13.00 og opnar aftur 9. ágúst kl. 13.00

 

Fleiri atburðir