Sími 441 7700 

Fréttir og tilkynningar

Fulltrúar leikskólans á Lubbaráðstefnu - 6.10.2017

Ráðstefna á vegum Lubbasmiðjunnar var haldin í síðastliðinni viku. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,Lubbi í leikskólastarfi og tenging við grunnskóla: Skapandi og árangursrík vinna með mál, tal og læsi". Fjallað var um skapandi og árangursríka vinnu með mál, tal og læsi í leik- og grunnskólum. 

Í Sólhvörfum höfum við verið að vinna mikið með Lubba eftir ýmsum leiðum á öllum deildum. Okkar fulltrúar á ráðstefnunni, Gerður aðstoðarleikskólastjóri og Inga Birna þroskaþjálfi, kynntu þessa vinnu á ráðstefnunni með fyrirlestrinum ,,Á víð og dreif með Lubba í Sólhvörfum". 
Hér eru nokkrar myndir af þeim stöllum:

Slökkviliðið í heimsókn - 6.10.2017

Elstu börnin lærðu ýmislegt um eldvarnir þegar slökkviliðið kom og heimsótti þau í vikunni. Auk þess að fá fræðslu um eldvarnir fengu börnin að fara inn í sjúkrabíl sem var ekki síður spennandi. 


Nýr matseðill væntanlegur - 29.9.2017

Kópavogsbær hefur gengið til samninga við Skóla ehf. um kaup á næringarstefnu þeirra ásamt matseðlum og uppskriftabanka. Matseðlarnir eru unnir af næringarfræðingi og lýðheilsufræðingi Skóla í takt við opinberar ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Allur matur verður unninn frá grunni í eldhúsum leikskólanna og lögð er áhersla á gott, fjölbreytt og heilnæmt fæði án aukefna. Á næstu dögum munu Hannene og Laufey vinna að því að nýta matinn sem við eigum nú þegar til í eldhúsinu áður en matseðillinn verður tekinn í notkun. 

Næringarstefna á pdf formi 

Matsedill_synishorn


Vinna með orðaforða - 15.9.2017

Orðaforði er einn af grundvallarþáttum lesskilnings og mikilvæg undirstaða alls náms. Því meiri orðaforði, þeim mun betri lesskilningur. Í Sólhvörfum erum við farin af stað með markvissa vinnu með orðaforðann og hafa einhverjir eflaust rekið augun í veggspjöld sem hanga uppi í matsal leikskólans með myndum af andlitshlutum. Fleiri veggspjöld eru í pípunum en þau eru unnin með hliðsjón af Orðaforðalista Menntamálastofnunar sem kom út í sumar. Orðaforðalistinn er hugsaður sem verkfæri fyrir leikskólakennara og foreldra að styðjast við þegar þeir vinna að eflingu orðaforða barna. Við gerð orðasafnsins var orðum úr nánasta umhverfi barnisins og helstu orðum sem koma fyrir í lífi og starfi barna á leikskólaaldri safnað saman. Hér er hægt að nálgast rafræna útgáfu af orðaforðalistanum svo forráðamenn og aðstandendur geti nýtt sér heima. Veggspjöldin hanga uppi í matsalnum. Stundum koma þau af stað spjalli  eða vangaveltum, t.d. um það hvar augnhárin séu eða til hvers við höfum tennur. Kennararnir nýta spjöldin líka til að spyrja börnin út úr með því að benda á myndirnar og spyrja hvað sé á þessari eða hinni myndinni. 

Hagnýtar upplýsingar  - 8.9.2017

Undir flipanum ,,foreldrar“ hér fyrir ofan er hægt að nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar, s.s. ýmis eyðublöð, gjaldskrá og upplýsingar um foreldraráðið og foreldrafélagið. Einnig er hægt að finna þarna góð ráð varðandi lestur bóka fyrir börn á mismunandi aldri og góða punkta um það hvernig við getum ýtt undir málþroska barnanna. Í leikskólanum erum við að vinna með Lubba sem er íslenskur fjárhundur sem er að aðstoða börnin við að læra íslensku málhljóðin. Annað verkefni sem við vinnum að er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti þar sem bangsinn Blær aðstoðar börnin við að eiga góð samskipti og og hafa jákvæð viðhorf til hvors annars. Upplýsingar um Blæ og Lubba er að finna á foreldrasíðunni.

Á Facebook eru tvær síður sem tengjast Sólhvörfum. Annars vegar síða foreldrafélagsins og hins vegar síða leikskólans þar sem við setjum inn upplýsingar og laumum inn myndum öðru hvoru. Myndir úr blíðunni í september

Fréttasafn


Atburðir framundan

Skipulagsdagur 20.11.2017

Leikskólinn lokaður

 

Fleiri atburðir