Sími 441 7700 

Fréttir og tilkynningar

Vor í lofti - 9.3.2018

Loksins er sólin farin að láta sjá sig og þá nýtum við auðvitað tækifærið og leikum okkur úti, förum í gönguferðir í hverfinu og höfum gaman.  Þessa dagana erum við að æfa okkur að syngja lög eins og ,,Sól, sól skín á mig", ,,Sólin skín og skellihlær" og ,,Vertu til"Innritun í grunnskóla Kópavogs skólaárið 2018-2019 - 21.2.2018

Innritun 6 ára barna (fædd 2012) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is


Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2018 og stendur hún til 8. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.


Haustið 2018 munu skólar hefjast með skólasetningardegi fimmtudaginn 23. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.

 

Sérstök athygli er vakin á því að um­sóknar­frestur um heimild til að stunda nám í einka­skólum eða grunn­skólum annarra sveit­ar­f­é­l­aga er til 1. apríl og skal sækja um á íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

 

Menntasvið Kópavogsbæjar

Öskudagur  - 16.2.2018

Öskudagurinn skipar mjög stóran sess í starfseminni á Sólhvörfum en börnin hanna og útbúa sjálf sína búninga. Undirbúningur fyrir daginn hefst um miðjan janúar en þá byrjar hugmyndavinnan sem felst í því að börnin lýsa búningnum fyrir kennaranum sínum og teikna svo mynd af honum. Útfærslan er svo þeirra, með smá aðstoð frá kennurum. Gleðin og stoltið skín úr hverju andliti þegar börnin fá loksins að klæðast búningnum á öskudaginn og safnast saman til að slá köttinn úr tunnunni. Í ár vorum við t.d. með hvolpa úr Hvolpasveitinni, prinsessur, bófa, tannlausan dreka, kvenkyns- og karlkyns ofurhetjur, kisur, draug með varnarskjöld og sverð og ýmsar aðrar verur. Eftir að kötturinn hafði verið sleginn úr tunnunni í salnum fengu allir snakk og balli var slegið upp.  

Myndir - eldri börn
Myndir - yngri börn
Leikið með vasaljós á degi leikskólans - 9.2.2018


Öskudagsundirbúningur - 2.2.2018

Undirbúningur fyrir öskudaginn er í fullum gangi hjá okkur. Hugmyndavinnan gengur vel en fyrsta skrefið er að ákveða hvað maður vill vera og svo er að útfæra hugmyndina. Margir eru búnir að mála bolina sem þeir komu með að heiman og einhverjir eru byrjaðir að gera fylgihluti. Hugmyndaflugið er magnað hjá þessum maurum. Eitt barnið ætlar t.d. að vera vampíru- Píla úr Hvolpasveitinni og annað kisa sem er að hugsa um hjarta :) 

Hér fylgja nokkrar myndir úr vinnsluferlinuFréttasafn


Atburðir framundan

Skipulagsdagur 20.4.2018

Leikskólinn lokaður

 

Skipulagsdagur  4.5.2018

Leikskólinn lokaður

 

Fleiri atburðir