Sími 441 7700 

Sjálfbærni og vísindi

Sjálfbærni og vísindi

Á skólaárinu 2014 – 2015 unnu leikskólar í Kópavogi að sameiginlegu þróunarverkefni undir yfirskriftinni Sjálfbærni og vísindi.  Verkefnið var samvinnuverkefni 19 leikskóla.

Markmið verkefnis:

  • Auka áhuga og skilning leikskólabarna á sjálfbærni, í hverju hún felst og hvernig þau geta átt þátt í eða haft áhrif á að bæta það umhverfi sem þau búa í.
  • Efla efla forvitni og áhuga á töfraheimi vísindanna og því sem leynist í eiginleikum ýmissa efna og hluta.
  • Auka hæfni og þekkingu starfsmanna á viðfangsefninu og styrkja þá í starfi sínu með börnunum.

Hver leikskóli fyrir sig ákvað viðfangsefni sitt og var verkefnastjóri í hverjum leikskóla sem hélt utan um verkefnið en Gerður aðstoðarleikskólastjóri gegndi þessu hlutverki í Sólhvörfum.

Misjafnt var hvað leikskólarnir tóku fyrir en meðal þess sem var unnið með var nærumhverfið, útikennsla, moltugerð, stjörnur og himintungl, Fossvogsdalurinn, Elliðavatn og náttúra þess, Borgarholtið, vísindi í allri sinni fjölbreytni og fjaran.Þetta vefsvæði byggir á Eplica