Sími 441 7700 

Fréttir

Hagnýtar upplýsingar 

8.9.2017

Undir flipanum ,,foreldrar“ hér fyrir ofan er hægt að nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar, s.s. ýmis eyðublöð, gjaldskrá og upplýsingar um foreldraráðið og foreldrafélagið. Einnig er hægt að finna þarna góð ráð varðandi lestur bóka fyrir börn á mismunandi aldri og góða punkta um það hvernig við getum ýtt undir málþroska barnanna. Í leikskólanum erum við að vinna með Lubba sem er íslenskur fjárhundur sem er að aðstoða börnin við að læra íslensku málhljóðin. Annað verkefni sem við vinnum að er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti þar sem bangsinn Blær aðstoðar börnin við að eiga góð samskipti og og hafa jákvæð viðhorf til hvors annars. Upplýsingar um Blæ og Lubba er að finna á foreldrasíðunni.

Á Facebook eru tvær síður sem tengjast Sólhvörfum. Annars vegar síða foreldrafélagsins og hins vegar síða leikskólans þar sem við setjum inn upplýsingar og laumum inn myndum öðru hvoru. Myndir úr blíðunni í septemberÞetta vefsvæði byggir á Eplica