Sími 441 7700 

Fréttir

Kirkjuferð og jólaleikrit 

15.12.2016


Börnin á eldri gangi fóru í árlega kirkjuferð í Lindakirkju í vikunni. Það var mikil eftirvænting í barnahópnum enda allir búnir að æfa sig mikið. Yngri börnin gengu með bjöllur inn kirkjugólfið og sungu „klukkurnar klingja“. Eldri börnin settu upp helgileik þar sem allir fengu sitt hlutverk, hvort sem það var kind, fjárhirðir, vitringur eða annað.
Myndir frá kirkjuferð

                                                      Skjóða, Langleggur og Giljagaur kíktu í heimsókn til barnanna en þau eru systkin jólasveinanna. Þau voru hress og kát í miklu jólaskapi. Skjóða sagði sögur úr Grýluhelli og söng og Langleggur spilaði snilldarlega undir á píanó. Þau sungu svo nokkur jólalög með börnunum. Þetta vefsvæði byggir á Eplica