Sími 441 7700 

Fréttir

Bangsa- og náttfatadagur

26.10.2016


Bangsadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim þann 27. október á hverju ári. Við á Sólhvörfum ætlum að hafa það huggulegt og halda upp á daginn með því að koma í náttfötum og með bangsa eða annað tuskudýr í leikskólann.

Þessi dagur var fæðingardagur Theodore Roosevelt (1858-1919) sem var forseti Bandaríkjanna 1901-1912.  Hann bjargaði eitt sinn varnarlausum bjarnarhúni frá bráðum bana á skotveiðum. Menn urðu svo hrifnir af tiltækinu að leikfangabangsinn hefur síðan verið nefndur "Teddybear" á ensku. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica