Sími 441 7700 

Fréttir

Flæði

16.9.2016

Við í Sólhvörfum höfum lengi velt fyrir okkur hvernig við getum bætt gæði frjálsa leiksins ásamt því að nýta betur húsnæði skólans og leikefnivið. Á starfsdegi í vor fórum við í vettvangsferð á leikskólann Ásgarð á Hvammstanga og kynntumst þar hugmyndafræði Mihaly um flæði. Við komum heilluð til baka og ákváðum að láta á þetta reyna hjá okkur í Sólhvörfum. Nýjir starfsmenn fóru síðan og kynntu sér samskonar skipulag á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi nú í haust.

Hugmyndin hefur verið að gerjast hjá okkur síðan í vor og síðastliðinn föstudag breyttum við og röðuðum og undirbjuggum flæðið sem síðan hófst í gær.


Við höfum skipt húsinu niður í heima. Þeir heimar sem eru í boði fyrst um sinn eru kubbaheimar, tónheimar, ævintýraheimar, vísindaheimar, Lubbaheimar og útiheimar. Börnin velja sjálf hvar þau vilja leika og við hvern og kennararnir dreifast á heimana óháð deildarskiptingu. Á bak við þessa breytingu liggja hugmyndir um að

·         nýta betur húsnæði skólans

·         nýta betur leikefnivið skólans

·         auka samvinnu starfsmanna

Með því að nýta betur húsnæði, leikefnivið og gefa frjálsa leiknum aukið vægi í dagskipulaginu teljum við að nemendur upplifi meiri leikgleði. Þeir sýni aukið frumkvæði, virkni, einbeitingu og öðlist frekari færni í samskiptum, samvinnu og hjálpsemi. 


Börnin hafa tekið þessari breytingu á starfinu vel og hafa verið að kynna sér heimana í vikunni. 

Hérna eru nokkrar myndir af börnunum ykkar í flæðinuÞetta vefsvæði byggir á Eplica