Sími 441 7700 

Fréttir

Þróunarverkefni 

Sjálfbærni og vísindi

27.4.2016


Þróunarverkefnið Sjálfbærni og vísindi var sameiginlegt verkefni allra leikskóla í Kópavogi og var hluti af afmælisári Kópavogsbæjar sem fagnaði 60 ára afmæli í ár. Leikskólarnir völdu hvernig þeir vildu vinna þetta verkefni og hvernig það tengdist hverjum leikskóla fyrir sig og starfi hans best. Verkefnin voru fjölbreytt og völdu skólarnir mjög ólíkar nálganir.

Við í Sólhvörfum völdum að nýta okkur nágrennið og varð Elliðavatn fyrir valinu. Vatnið er í göngufæri og hefur alla tíð verið uppspretta skemmtilegra vettvangsferða og athugana. Öll börnin tóku þátt í verkefninu. . Þar sem það var ákveðið strax í upphafi að hafa öll börnin með í verkefninu þurfi að sníða það líka að þeim yngstu sem ekki fara í ferðir niður að vatni. 

Hlekkur á frekari upplýsingar um þróunarverkefnið og lokaskýrslu
Þetta vefsvæði byggir á Eplica