Sími 441 7700 

Fréttir

Sumarskólinn - 14.6.2019

Sumarskólinn er alltaf gott krydd í tilveruna og börnin ánægð með tilbreytinguna. Í sumarskólanum færum við starfið út undir beran himinn og þetta sumarið höfum við verið svo heppin að hafa sólina með okkur í liði. Hægt að velja um sex stöðvar; náttúru- og vísindi, smíði og sköpun, heimaval, Lubbasmiðju, ævintýri- og hlutverk og íþróttir og leiki. Í vikunni hafa börnin leitað að skordýrum, reynt sig í hreystibraut, málað á postulín, búið til flugdreka og sápukúluprik, farið í vettvangsferðir og fleira og fleira. Ævintýradeild elstu barna hefur flust í Vatnsendaskóla þar sem þau fá tækifæri til að kynnast nýjum vinnustað sem tekur á móti þeim næsta haust. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Sumarið er tíminn! - 7.6.2019

Við erum heldur betur búin að njóta veðurblíðunnar síðustu dagana svo starfið hefur farið mikið fram undir berum himni. Við höfum verið að taka á móti nýjum börnum og foreldrum sem við bjóðum velkomin í Sólhvörf. Eins og sést á meðfylgjandi myndum má sólin varla láta sjá sig en þá byrja íslensku börnin að fækka fötum - og fara svo auðvitað í sólbað. 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útskriftarhópurinn - 24.5.2019

Þessi fallegu prúðbúnu börn voru formlega útskrifuð úr leikskólanum við hátíðlega athöfn í vikunni. Börnin sungu fyrir foreldra og aðra gesti og tóku svo við útskriftarskírteini og pottablómi. Daginn eftir fór hópurinn í útskriftaferð í Guðmundarlund í rjómablíðu. Þar gróðursettu þau tré, fóru í náttúruskoðun, borðuðu pylsur og sáu meira að segja ljón (að þeirra sögn) :) 

Fleiri myndir á myndasíðunni  

 

Páskaeggjaleit - 17.4.2019

Hér eru nokkrar myndir frá páskaeggjaleitinni sem fór fram á dögunum. Foreldrafélag Sólhvarfa var svo rausnarlegt að gefa öllum börnum í leikskólanum páskaegg. Börnin kepptust við að finna eggin sem voru falin víðsvegar á lóðinni og í dagslok fengu þau öll eitt með sér heim. 

Hafið það gott í páskafríinu!Þetta vefsvæði byggir á Eplica