Sími 441 7700 

Fréttir

Páskaeggjaleit - 17.4.2019

Hér eru nokkrar myndir frá páskaeggjaleitinni sem fór fram á dögunum. Foreldrafélag Sólhvarfa var svo rausnarlegt að gefa öllum börnum í leikskólanum páskaegg. Börnin kepptust við að finna eggin sem voru falin víðsvegar á lóðinni og í dagslok fengu þau öll eitt með sér heim. 

Hafið það gott í páskafríinu!

Söngstund í sal - 5.4.2019

Á föstudögum er sameiginleg söngstund fyrir allan leikskólann á Iðavöllum, sem er salur skólans. Þá koma allar deildirnar saman og syngja vinalagið ásamt nokkrum öðrum lögum sem deildirnar skiptast á að velja. Afmælissöngurinn er sunginn fyrir þá sem hafa átt afmæli í vikunni og einnig er Lubbalag vikunnar sungið. 

Lögin sem við höfum verið að syngja að undanförnu eru t.d. við erum söngvasveinar, upp á fjall, upp á grænum himinháum hól, krummi krunkar úti og allir krakkar. 

Fleiri myndir eru á myndasíðunni okkar

Ósamstæðir sokkar - 29.3.2019

Margir mættu í ósamstæðum sokkum á Alþjóðlegum Downs degi í síðustu viku eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þriðjudaginn 2. apríl er svo dagur einhverfunnar. Þann dag eru allir hvattir til að fara í sín bláustu föt og muna að einhverfa er alls konar :) 

Lesa meira

Öskudagur - 8.3.2019

Í leikskólanum Sólhvörfum hefur það verið hefð frá upphafi að öll börn taki þátt í að hanna og búa til sína öskudagsbúninga. Undirbúningur fyrir daginn hefst nokkrum vikum áður en þá byrjar hugmyndavinnan sem felst í því að börnin lýsa búningnum fyrir kennaranum sínum og teikna svo mynd af honum. Það er mjög skemmtilegt að sjá hversu ólíkar hugmyndir börnin hafa um búninginn sinn. Það voru t.d. þó nokkur börn í ár sem völdu að vera hvolpur úr Hvolpasveitinni, búningarnir eru hins vegar jafn ólíkir og börnin eru mörg. Gleðin og stoltið skín úr hverju andliti þegar börnin fá loksins að klæðast búningnum á öskudaginn og safnast saman til að slá köttinn úr tunnunni. Í ár vorum við t.d. með ninja skjaldbökur, prinsessur, flugvél, lækni, risaeðlu og ýmsar aðrar verur. Eftir að kötturinn hafði verið sleginn úr tunnunni í salnum fengu allir snakk og balli var slegið upp.

Endilega kíkið á myndirnar!Þetta vefsvæði byggir á Eplica