Sími 441 7700 

Fréttir

Lestrarátak Sólhvarfa - 15.2.2019

Við á Sólhvörfum erum mjög dugleg að lesa í leikskólanum og vonandi heima líka.

Lestur er mjög mikilvægur þegar kemur að málþroska barna. Við hvetjum ykkur kæru foreldrar til þess að kynna ykkur góð ráð varðandi lestur og ýmis atriði varðandi almenna málörvun frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands sem eru inni á heimasíðunni okkar.

Okkur langar til að gera lesturinn sýnilegri með því að búa til beinafjall fyrir hann Lubba. Með kynningarbréfi sem allir foreldrar fengu sent í tölvupósti fylgja bein sem við óskum eftir að þið fyllið út eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd.

Svo þarf að koma með beinið í leikskólann og hengja upp á töfluna fram á gangi.Gaman væri að börnin fylltu þetta út sem mest sjálf og klipptu!

Það er síðan alltaf hægt að fá fleiri bein inni á deildum!

Við hlökkum til að sjá fjöllin okkar vaxa næstu vikur!

Kveðja,
allir á Sólhvörfum

Dagur leikskólans - 11.2.2019

Í tilefni af degi leikskólans 6. febrúar heimsóttu börnin í Sólhvörfum nokkur fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu. Listaverk barnanna voru hengd upp til sýnis og þau sungu nokkur lög fyrir gesti og gangandi. Hér eru nokkrar myndir úr heimsókn þeirra til Menntastofnunar og Pure Deli. Fleiri myndir er hægt að nálgast á myndasíðunni okkar.  

 Bóndadagskaffi - 25.1.2019

Að venju var fullt út úr dyrum af flottum bóndum sem heimsóttu okkur í tilefni dagsins. 
Fleiri myndir eru í myndasafniHuggulegheit í janúar á kósýdegi - 11.1.2019


 

 

 

 

  

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica