Sími 441 7700 

HLJÓM-2

HLJÓM-2

HLJÓM-2 er lagt fyrir elsta árganginn í leikskólanum að hausti. HLJÓM-2 er skimunarpróf í leikjaformi sem kannar hljóðkerfisvitund (hljóð- og málvitund). Á þessum aldri fara börn að leika sér að tungumálinu og er leikurinn undanfari lestrarnáms. Rannsóknir hafa sýnt að niðurstöður úr prófinu gefi marktækar vísbendingar um áhættu fyrir síðari lestrarörðugleika. Þær eru því mikilvægar til þess að hægt sé að vinna markvisst með þá þætti sem hugsanlega liggja ekki vel fyrir börnunum þennan síðasta vetur í leikskólanum. Einungis fagfólki með tilskilin réttindi er heimilt að leggja skimunina fyrir en fyrirlögn tekur um 20-30 mínútur.

Hljóm-2 er eftir talmeinafræðingana Ingibjörgu Símonardóttur og Jóhönnu Einarsdóttur og Dr. Amalíu Björnsdóttur dósent.

HLJÓM-2 byggist á sjö mismunandi verkefnum:
Rím: Barnið á að benda á mynd sem rímar við orðið sem prófandi nefnir. Hér er ekki þörf á að barnið segi orðið heldur nægir að benda á viðkomandi mynd.
Samstöfur: Barnið klappar atkvæðin í tilteknum orðum 
Samsett orð: Hér heyrir barnið tvö orð sem það á að setja saman í eitt
Hljóðgreining: Barnið hlustar eftir ákveðnum hljóðum í orðum 
Margræð orð: Barnið þarf að greina hvaða tvær myndir af fjórum nota orð sem hljóma eins eða næstum eins.  
Orðhlutaeyðing: Barnið á að segja til um hvaða orð verði eftir sé fyrri hluta orðsins sleppt
Hljóðtenging: Hér þarf barnið að tengja 2-3 málhljóð heyrnrænt í orð

Ef niðurstöður gefa til kynna einhver frávik í málþroska verður haft samband við foreldra.

Þeir foreldrar sem vilja ekki að Hljóm-2 sé lagt fyrir þeirra barn þurfa að láta deildarstjóra vita.


Frekari upplýsingar veita sérkennslustjóri og deildarstjórar Álfheima, Jötunheima og Goðheima.Þetta vefsvæði byggir á Eplica