Sími 441 7700 

EFI-2

EFI-2

EFI-2 er málþroskaskimun sem lögð er fyrir öll börn á fjórða ári. Barn og kennari eiga rólega stund og skoða saman myndabók. Svör barnsins gefa vísbendinu um hvar það er statt í málþroskaferlinu. Tilgangurinn er að kanna málskilning og tjáningarfærni barnsins og finna þau börn sem þurfa á markvissri málörvun að halda.

EFI-2 er eftir Elmar Þórðarson, Friðrik Rúnar Guðmundsson og Ingibjörgu Símonardóttir en þau eru öll talmeinafræðingar.

Ef niðurstöður gefa til kynna einhver frávik í málþroska barnsins verður haft samband við foreldra. 

Þeir foreldrar sem vilja ekki að EFI-2 sé lagt fyrir þeirra barn þurfa að láta deildarstjóra vita.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica