Öskudagsfjör

Öskudagurinn skipar stóran sess í starfsemi leikskólans og hefst undirbúningur um miðjan janúar. Börnin hanna og útbúa sjálf sína eigin öskudagsbúninga. Þau byrja á hugmyndavinnu þar sem þau lýsa búningnum fyrir kennaranum sínum og teikna svo mynd af honum. Útfærslan er svo þeirra, með smá aðstoð frá kennurum. Hugmyndaflugið var ótrúlegt og búningarnir alla vega, allt frá hvolpum úr Hvolpasveitinni, Elsum, ofurhetjum, fiðrildi og risaeðlum. Eftir að kötturinn hafði verið sleginn úr tunnunni í salnum fengu allir snakk og balli var slegið upp.