Sími 441 7700 

Foreldrafélag

Foreldrafélag Sólhvarfa

Leikskólinn Sólhvörf leggur áherslu á jákvæð samskipti, góða samvinnu og gagnkvæma virðingu í foreldrasamstarfi. Í leikskólanum er öflugt foreldrafélag sem er jafnframt foreldraráð leikskólans.

Kosið er í stjórn foreldrafélagsins á  árlegum aðalfundi félagsins sem haldinn er að hausti. Að jafnaði situr einn fulltrúi foreldra af hverri deild í stjórn foreldrafélagsins.

Foreldrafélagið hefur staðið að og skipulagt  árlega sveitaferð, sólstöðuhátíð og þrettándagleði. Hefð er fyrir því að foreldrafélagið bjóði jólasveininum á jólatréskemmtun barnanna sem hann þiggur ávallt með þökkum.

Stjórn foreldrafélagsins þarf að samþykkja starfsáætlun leikskólans og aðrar áætlanir er varða starfsemi  leikskólans s.s. skóladagatal. Þá veitir stjórn foreldrafélagsins umsagnir um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfinu og fylgist með framkvæmd áætlana um starfsemi skólans. Stjórnin hefur einnig tekið að sér tilfallandi verkefni s.s útgáfu foreldrahandbókar og gerð skólanámskrár.

Greiðsla á félagsgjaldi jafngildir aðild að félaginu. Félagsgjöld fara í sjóð sem notaður verður til að standa straum af kostnaði við væntanlegar uppákomur. Innheimt er tvisvar á ári og er mikilvægt að foreldrar greiði gjöldin á réttum tíma svo hægt sé að halda dagskrá. 

Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við fulltrúa í stjórn félagsins ef þeir hafa einhverjar tillögur fram að færa til að betrumbæta samstarf heimilis og skóla eða annað er viðkemur leikskólastarfinu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica