Sími 441 7700 

Fréttir

Sumarkveðjur - 6.7.2018


Við sendum ykkur kærar sumarkveðjur með þessum myndum frá sumarhátíðinni okkarLesa meira

Sumarhátíðinni flýtt um einn dag - 19.6.2018

Veðurguðirnir eru bara alls ekki í okkar liði, skelfilega leiðinleg spá á fimmtudaginn svo það hefur verið ákveðið að flýta fjörinu um einn dag.

Sumarhátíðin verður sem sé á MORGUN miðvikudag 20. júní kl 15:00

Vonum að allir verði glaðir með að fá betra veður í fjörið 

Hlökkum til að sjá ykkur öll !

Foreldrafélagið

Sumarskólinn   - 8.6.2018

Þá er sumarskólinn hafinn sem sem er kærkomin tilbreyting fyrir börn og starfsfólk. Hálfan daginn, fjóra daga vikunnar, færum við starfið út undir bert loft. Börnin fá val um fjórar stöðvar. Í íþróttum og vísindum er ýmist farið í ferðir eða eitthvað bardúsað í leikskólanum. Smíði og sköpun er staðsett á pallinum fyrir aftan leikskólann þar sem maður getur fengið að negla í spítur, mála eða skapa á annan hátt. Í heimavali er boðið upp á ýmis verkefni en í þessari viku var í boði að kríta, sippa og leika með dýrin í sandkassanum. Börnin sem völdu ævintýri- og hlutverk fengu að elda í veðurblíðunni :)
Myndir úr sumarskólanum

Útskrift  - 24.5.2018

Það var glæsilegur hópur nemenda sem var formlega kvaddur við hátíðlega útskrift í vikunni. Börnin sungu lög fyrir gesti og fengu svo afhent útskriftaskírteini. Börnin buðu svo gestum upp á köku og kaffi.
Myndir frá útskrift 


Lesa meira