Sími 441 7700 

Fréttir

Meira gaman og fleiri myndir - 15.12.2017

Á dagskránni hjá okkur í þessari viku var ferð í Lindakirkju þar sem börnin í tveimur elstu árgöngunum settu upp helgileik og sungu fyrir foreldra. Í lok vikunnar gæddum við okkur svo á jólamat við uppdekkuð borð. Myndasafn


Jólaball  - 8.12.2017

Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir frábært jólaball! Börnunum var skipt í tvo hópa en þau yngri voru með ball fyrir hádegi og þau eldri eftir hádegi. Byrjað var á því að syngja og dansa í kringum jólatréð og svo fengum við tvo skemmtilega sveina í heimsókn sem komu færandi hendi og gáfu öllum börnunum gjöf.  

Myndir - yngri hópur

Myndir - eldri hópur
Jólaverkstæðið - 1.12.2017

Desembermánuður er viðburðarríkur í leikskólastarfinu þar sem hefðir eru í hávegum hafðar. Undirbúningur jólanna á Sólhvörfum hefst á jólaverkstæðinu en það var í vikunni sem leið. Það var gaman að sjá hvað allir skemmtu sér vel við það að mála piparkökur, föndra, búa til jólakort og fleira. 

Framundan er svo jólaballið sem verður í salnum okkar 7. des og jólasýning í Lindakirkju 12. des. 

Fleiri myndir frá jólaverkstæðinu eru á myndasíðunni undir ,,sameiginlegt"

Breyttur matseðill - 24.11.2017

Vegna veikindaleyfis matráðsins okkar munum við fá aðkeyptan mat frá Matartímanum næstu tvær vikurnar. Lögð er áhersla á hollan og góðan heimilismat úr íslensku hráefni. Mikið er lagt upp úr gæðum þess hráefnis sem er notað í matargerðina, ekki bara hvað er í matinn heldur hvað er í matnum. Hægt er að skoða matseðla á heimasíðunni, til að sjá matseðil næstu viku er vika 48 valin. Á heimasíðunni er einnig hægt að skoða upplýsingar um næringargildi matarins sem boðið er upp á.